Skoski miðvörðurinn Marc McAusland er farinn frá ÍR eftir tveggja ára dvöl hjá félaginu.
McAusland samdi við ÍR árið 2023 eftir að hafa spilað með Njarðvík, Keflavík og Grindavík.
Hann hjálpaði ÍR-ingum að komast í umspil um sæti í Bestu deildina á fyrsta tímabili sínu og var valinn á bekkinn í lið ársins hér á Fótbolta.net.
Á síðustu leiktíð byrjuðu Marc og ÍR-ingar Lengjudeildina frábærlega sem voru á toppnum eftir sextán umferðir áður en það fór að halla á liðið og fór það svo að liðið hafnaði í 6. sæti og rétt missti af sæti í umspilinu.
Marc hefur ákveðið að framlengja ekki við ÍR-inga vegna fjölskylduástæðna.
„Ég hef ákveðið að framlengja ekki samning við ÍR af fjölskylduástæðum. Ég naut tímans virkilega í bláu og hvítu treyjunni og hef bara jákvæða hluti að segja um félagið og fólkið á bak við tjöldin.“
„Síðustu tvö tímabil hafa verið frábær fyrir mig og naut ég þess að vinna með Jóhanni, Árna og Davíð. Ég vil þakka liðsfélögunum og stuðningsmönnum fyrir stuðninginn,“ sagði Marc.
Marc, sem er fæddur 1988, kom til Íslands árið 2016 og spilað 276 leiki ásamt því að skora 26 mörk í öllum keppnum á vegum KSÍ.
Athugasemdir



