þri 18. nóvember 2025 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: McTominay með sturlaða bakfallsspyrnu í anda Ronaldo
Mynd: EPA
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay skoraði algerlega sturlað mark er hann kom Skotum yfir á móti Dönum í úrslitaleik um sæti á HM nú rétt í þessu.

Skotar þurfa sigur á móti Dönum til að komast á HM og byrjar þetta ágætlega vel hjá heimamönnum.

Strax á 3. mínútu skoraði McTominay eitt flottasta mark undankeppninnar. Ben Doak kom með fyrirgjöfina frá hægri vængnum inn á teiginn á McTominay sem kastaði sér upp í loftið, átti þessa stórkostlegu bakfallsspyrnu og stýrði boltanum neðst í vinstra hornið.

Bakfallsspyrna sem minnti rosalega á þegar Cristiano Ronaldo skoraði fyrir Real Madrid á móti Juventus um árið, en markið má sjá hér fyrir neðan.

Staðan er 1-0 fyrir Skotum sem mun duga til að komast á HM, en Danir þurfa jöfnunarmark til að tryggja sæti sitt.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner
banner