Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Guðmundur Arnar og Cafú áfram hjá Vestra (Staðfest)
Mynd: Vestri
Guðmundur Arnar Svavarsson og Thibang Sindile Theophilus “Cafú” Phete hafa báðir framlengt samning sinn við Vestra og taka því slaginn með liðinu í Lengjudeildinni á næsta ári.

Guðmundur er 23 ára gamall heimamaður og á 73 leiki og 1 mark í tveimur efstu deildunum með Vestra.

Hann semur við félagið til tveggja ára, en Vestri er að leggja áherslu á að endursemja við heimamenn á næstunni.

Cafú er 31 árs gamall og kom til Vestra fyrir tímabilið og spilaði 25 leiki í deild- og bikar.

Suður-Afríkumaðurinn var að stíga upp úr erfiðum meiðslum er hann kom til Vestra.

Hann nær nú heilu undirbúningstímabili með Vestra eftir að hafa spilað í átta ár í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Tímabilið var súrsætt hjá Vestra sem vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins og tryggði sér sæti í Evrópukeppni, en féll síðan niður í Lengjudeildina í lok tímabils.
Athugasemdir