Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Nokkrir leikmenn gætu yfirgefið Arsenal í janúar
Mynd: EPA
Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, er alvarlega að íhuga að leyfa þremur leikmönnum að fara frá félaginu í janúarglugganum. Þetta segir Daily Mail.

Enska félagið eyddi duglega í sumarglugganum og er komið með mikla breidd í hópinn.

Eyðslan hefur bitnað á nokkrum leikmönnum sem eru ekki að fá eins margar mínútur og þeir höfðu vonast eftir.

Daily Mail segir Arsenal vera að íhuga að leyfa þeim Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og Ethan Nwaneri að fara annað í leit að meiri spiltíma.

Martinelli og Jesus vilja báðir meiri spiltíma til að komast á HM með Brasilíu og svo er Arsenal mögulega til í að lána hinn unga og efnilega Nwaneri.

Hann skrifaði undir langtímasamning við Arsenal fyrr á þessu ári, en ekki verið að fá stöðugan mínútufjölda og því ekki vitlaus hugmynd að senda hann á láni svo hann geti haldið áfram að vaxa og dafna.

Miðillinn segir einnig að félagið sé opið fyrir tilboðum í enska varnarmanninn Ben White sem hefur aðeins spilað sex leiki á þessari leiktíð, þar af einn í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner