Arsenal óttast að brasilíski miðvörðurinn Gabriel verði frá næstu tvo mánuði vegna meiðsla í lærisvöðva.
Gabriel er einn ef ekki mikilvægasti leikmaður Arsenal og er límið sem heldur vörninni saman.
Án hans er Arsenal bæði án sterkasta varnarmanns liðsins og þá minnkar hættan í föstu leikatriðunum þar sem Gabriel hefur verið þeirra helsta vopn.
Hann meiddist í leik brasilíska landsliðsins gegn Senegal á dögunum og segir David Ornstein hjá Athletic að Arsenal óttist það að hann verði frá í einn til tvo mánuð.
Desembertörnin er erfið og mikilvægt fyrir lið að fara vel mönnuð inn í hana, enda leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Þessar fréttir koma sér því ekkert sérlega vel fyrir Arsenal, sem er talið líklegasta liðið til að vinna deildina í ár.
Arsenal, sem vann síðast deildina árið 2004, er með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir ellefu leiki.
Athugasemdir


