þri 18. nóvember 2025 14:10
Kári Snorrason
Juventus reynir við Xhaka
Mynd: Sunderland

Juventus er á höttunum eftir Granit Xhaka í janúarglugganum og greinir ítalski miðilinn Tuttosport frá því að viðræður á milli félaganna séu þegar hafnar.

Juventus hefur sérstakan augastað á Xhaka, þar sem hann er miðjumaður sem passar vel inn í áætlanir Luciano Spalletti, segir enn fremur í miðlinum.

Xhaka er fyrirliði Sunderland, en liðið er óvænt í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann sneri aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar eftir vel heppnaða dvöl í Þýskalandi.


Sunderland borgaði um 13 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar og er hann samningsbundinn til ársins 2028.


Athugasemdir
banner
banner