Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   þri 18. nóvember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Besti leikmaður Afríku til Galatasaray?
Mynd: EPA
Nígeríski sóknarmaðurinn Ademola Lookman ætlar að fara frá Atalanta í næsta glugga en hann hefur verið orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.

Lookman, sem skoraði þrennu er Atalanta vann Evrópudeildina á síðasta ári, var valinn besti leikmaður Afríku á síðasta ári.

Hann er afar ósáttur hjá Atalanta sem hefur neitað að leyfa honum að fara frá félaginu.

Nígeríumaðurinn er kominn með nóg og ætlar að reyna að þvinga félagið til að selja hann í janúarglugganum en Galatasaray er sagt mjög spennt fyrir því að fá hann til að spila með Victor Osimhen í framlínunni.

Félög á Englandi hafa einnig áhuga á að fá Lookman sem er uppalinn hjá Charlton. Hann lék einnig með Everton, Fulham og Leicester áður en hann gekk í raðir Atalanta árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner