Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Tomasson tekur ekki við Norwich
Mynd: EPA
Sænski þjálfarinn Jon Dahl Tomasson hefur dregið sig úr baráttunni um stjórastarfið hjá enska B-deildarliðinu Norwich City.

Tomasson var á dögunum rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og fór beint í að ræða við Norwich.

Norwich íhugaði alvarlega að ráða Tomasson en Sky segir að hann hafi sjálfur ákveðið að draga sig úr baráttunni.

Samkvæmt sömu heimildum er Norwich sagt nálægt því að ráða nýjan stjóra.

Gary O'Neil, fyrrum stjóri Bournemouth og Wolves, ræddi einnig við Norwich um stöðuna en kemur ekki til greina að svo stöddu.

Norwich er í næst neðsta sæti B-deildarinnar með aðeins 9 stig eftir fimmtán leiki.

Athugasemdir
banner
banner