Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. janúar 2020 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raiola: Metnaður Pogba meiri en árangur United
Kemur í ljós í sumar hvort Pogba verði áfram
Pogba ásamt Marcus Rashford.
Pogba ásamt Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola tjáði sig í dag um framtíð Paul Pogba hjá Manchester United. Raiola segir Pogba ánægðan hjá félaginu en hann segir þó ekkert í hendi hvað varðar framtíð leikmannsins.

„Ekkert er öruggt í lífinu fyrir utan það að þú deyrð einn daginn, í dag truflar það Pogba að vera ekki heill heilsu og geta ekki spilað," sagði Raiola.

„Fólk gleymir stundum að Pogba ákvað á sínum tíma að snúa til baka til United. Pogba valdi United, það var ekki hans eini kostur í stöðunni. Kannski líkaði Ferguson ekki við það en Pogba valdi United."

„Árangur félagsins hefur eins og allir vitað ekki verið eins góður og United hefði viljað undanfarin ár. Verum bara hreinskilin með það."

„Við þurfum að sjá til í sumar hvort hann verði áfram eftir sumarið. Við vitum að árangur United hefur ekki verið nægilega góður svo kannski verður United ekki í plönum Pogba eða Pogba ekki í plönum United,"
sagði Raiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner