Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 22. janúar 2021 23:35
Victor Pálsson
El Shaarawy á leið aftur til Roma
Vængmaðurinn Stephan El Shaarawy er á leið aftur til Roma á Ítalíu samkvæmt heimildum blaðamannsins Fabrizio Romano.

Romano er mjög tengdur inn í ítalska boltann og segir að El Shaarawy skrifi undir samning á morgun eftir læknisskoðun.

Um er að ræða 28 ára gamlan leikmann sem hefur undanfarin tvö ár spilað með Shanghai Shenhua í Kína.

Fyrir það lék El Shaarawy einmitt með Roma í þrjú ár frá 2016 til 2019 og skoraði þá 26 mörk í 93 leikjum.

Í Kína lék El Shaarawy aðeins 16 leiki og skoraði eitt mark. Félagið leitaðist eftir því að losa leikmanninn af launaskrá í janúar.

El Shaarawy er einnig fyrrum leikmaður AC Milan og á að baki 28 landsleiki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir