Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 22. janúar 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Þorsteinn Aron Antonsson (Fulham)
Mynd: Fulham
Arnar Logi Sveinsson
Arnar Logi Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kenneth Hogg
Kenneth Hogg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Mynd: Hulda Margrét
Þorsteinn Aron gekk í raðir Fulham frá Selfossi síðasta haust. Hann er efnilegur miðvörður og var í lok sumars kjörinn efnilegasti leikmaður 2. deildar í sumar.

Þorsteinn hefur leikið fjóra leiki með U17 ára landsliði Íslands og lék í fyrra fjórtán leiki og skoraði tvö mörk þegar Selfoss tryggði sér sæti í næstefstu deild á komandi leiktíð. Í dag sýnir Þorsteinn á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Þorsteinn upplifir drauminn hjá Fulham - „Markmiðið að spila með U23 í vetur" (11. nóv '20)

Fullt nafn: Þorsteinn Aron Antonsson

Gælunafn: Er kallaður Thor hérna úti og Steini heima

Aldur: Nýorðinn 17 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti official Leikurinn var í sumar gegn Kára en spilaði einhverja æfingaleiki veturinn 2019

Uppáhalds drykkur: Epla Toppur

Uppáhalds matsölustaður: Subway og Vor á Selfossi

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Money Heist

Uppáhalds tónlistarmaður: Pop Smoke

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, Kinder egg dýfu og sterkan brjóstsykur

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Plan for training tomorrow (Weds 19th) at Motspur Park. Arrive at 4.45pm”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi aldrei spila með KFR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kenneth Hogg fór illa með mig

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að velja en Dean Martin og Gunni Borgþórs hafa reynst mér vel

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Daniel Djuric og Kristian Hlynsson voru óþolandi góðir í yngri flokkunum

Sætasti sigurinn: Þegar ég skoraði sigurmarkið gegn Fjarðabyggð í seinasta leiknum mínum fyrir Selfoss

Mestu vonbrigðin: Tap gegn Crystal Palace í toppslagnum um síðustu helgi

Uppáhalds lið í enska: United og Fulham

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi vilja fá Gary Martin í Selfoss

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnar Logi Sveinsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ótrulegt en satt þá held ég að það séu allir í Selfossliðinu í sambandi, allavega langflestir.

Uppáhalds staður á Íslandi: Selfossvöllur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að keppa með u-17 í Hvíta Rússlandi og fékk 2 gul spjöld í sama leiknum og dómarinn sendi mig ekki útaf.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðeins með NBA og handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Spila í Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var mjög lélegur í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Leif Þór Leifsson, Tómas Orra Kjartansson og Jóhann Fannar Óskarsson, það eru toppleikmenn

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Xavier Benjamin, horfði á hann spila þegar Fulham var að keppa á Rey Cup og hann var mjög hrokafullur og ég hélt lika að hann væri mikill egóisti en svo er hann bara mjög fínn gæi

Hverju laugstu síðast: Að Arnar Logi væri fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun án bolta og hlaup

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner