Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. nóvember 2020 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn upplifir drauminn hjá Fulham - „Markmiðið að spila með U23 í vetur"
Draumurinn hefur alltaf verið að komast í enska boltann svo það var aldrei spurning að semja við Fulham.
Draumurinn hefur alltaf verið að komast í enska boltann svo það var aldrei spurning að semja við Fulham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eg þarf að bæta hraða og styrk, það eru allir leikmenn með sér styrktar og hlaupaprógrömm sem þeir fara eftir.
Eg þarf að bæta hraða og styrk, það eru allir leikmenn með sér styrktar og hlaupaprógrömm sem þeir fara eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skemmtilegt og mikill heiður að hafa verið valinn efnilegastur
Það var skemmtilegt og mikill heiður að hafa verið valinn efnilegastur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í baráttunni við Kenneth Hogg.
Í baráttunni við Kenneth Hogg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron Antonsson sprakk út með liði Selfoss í sumar. Hann er sextán ára gamall varnarmaður og hafði fyrir tímabilið í ár ekki spilað keppnisleik með meistaraflokki. Hann var hluti af U17 ára landsliðinu í Hvíta-Rússlandi í janúar og var einu sinni á varamannabekknum hjá Selfossi í fyrra.

Þorsteinn vakti athygli erlendra félaga með frammistöðu sinni og samdi í haust við enska félagið Fulham. Hann var þá kjörinn efnilegasti leikmaður 2. deildar þar sem hann fékk 11 atkvæði af 20 mögulegum í kjörinu.

Sjá einnig:
Eftirminnilegast að heyra þjóðsönginn í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Fótbolti.net hafði samband við Þorstein og spurði hann út í sumarið, kjörið og Fulham.

Ánægður og feginn að Selfoss fór upp
Hvernig fannst Þorsteini tímabilið í sumar?

„Mér fannst tímabilið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég er mjög sáttur með frammistöðu mína á tímabilinu. Ég veit að ég gat gert betur í nokkrum leikjum en ég lagði mig fram að bæta mig allt tímabilið," sagði Þorsteinn.

Hann missti af lokaleikjum tímabilsins með Selfossi þar sem hann var fyrst í viðræðum við Fulham og orðinn leikmaður félagsins þegar síðustu þrír leikir Selfoss fóru fram. Hvernig var að fylgjast með úr fjarska?

„Það var frekar leiðinlegt og skrítið að klára ekki tímabilið og horfa á síðustu leikina, en ég er mjög ánægður og feginn að Selfoss hafi farið upp."

Mikill heiður
Bjóst Þorsteinn við því að vera valinn efnilegastur?

„Það var skemmtilegt og mikill heiður að hafa verið valinn efnilegastur, ég var ekkert mikið að pæla í því og bjóst ekki beint við því þar sem það voru margir aðrir efnilegir og góðir í deildinni í sumar."

Alltaf draumur að komast í enska boltann
Hvenær vissi Þorsteinn fyrst af áhuga Fulham?

„Ég heyrði fyrst um áhuga Fulham í júlí. Félagið vildi fá mig á reynslu í ágúst, en svo varð ekkert úr því út af Covid. Í byrjun september fékk ég svo að vita að það væri komið tilboð frá félaginu og að Selfoss væri búið að samþykkja það. Þeir tóku fyrst eftir mér þegar ég var að spila með U-17 í Hvíta-Rússlandi í janúar og svo voru þeir búnir að vera fylgjast með mér í sumar."

Voru önnur lið sem þú vissir af áhuga frá?

„Já það var áhugi frá öðrum liðum erlendis og á Íslandi. Það voru aðallega lið á Norðurlöndunum. Draumurinn hefur alltaf verið að komast í enska boltann svo það var aldrei spurning að semja við Fulham."

Var þetta eitthvað sem Þorstein grunaði í upphafi sumars að gæti gerst?

„Fyrir tímabilið var ég ekkert að hugsa um að eitthvað svona myndi gerast. Ég var bara að hugsa um að komast í byrjunarliðið hjá Selfossi og gera mitt besta. Ég ætlaði mér samt alltaf að fara út í atvinnumennsku en bjóst ekki við að það myndi gerast svona hratt."

Þarf að bæta hraða og styrk - U23 markmiðið
Fékk Þorsteinn einhver skilaboð frá sínum þjálfurum að hann þyrfti að bæta eitthvað í sínum leik frekar en eitthvað annað?

„Já, ég þarf að bæta hraða og styrk, það eru allir leikmenn með sér styrktar og hlaupaprógrömm sem þeir fara eftir. Æfingarnar eru mjög krefjandi og ég hef bætt þessa hluti síðan ég kom út."

Hvernig er skólamálum háttað hjá Þorsteini?

„Ég er í skóla á vegum félagsins. Núna fer öll kennslan fram á netinu, en venjulega er kennslan í skólastofum á æfingasvæðinu."

Með hvaða liði hjá Fulham spilar Þorsteinn og hvert er hans markmið fyrir veturinn?

„Ég spila með U18 í vetur en markmiðið er að spila eitthvað með U23 líka. Ég er búinn að ara á nokkrar æfingar með þeim."

Flutti Þorsteinn einn út til London?

„Nei, mamma kom með mér og verður hér með mér í íbúðinni í nokkra mánuði."

Lokaorð Þorsteins voru svo þau að Dean Martin, þjálfari Selfoss, og liðsfélagar hans í Selfossi eigi stóran þátt í velgengni sinni þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner