Varnarmaðurinn Kortney Hause hefur skrifað undir nýjan samning við lið Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
                
                
                                    Þetta staðfesti Villa á heimasíðu sinni en Hause er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2025.
Um er að ræða 26 ára gamlan varnarmann sem kom fyrst til Villa á láni frá Wolves árið 2019 og var síðar keyptur.
Hann hjálpaði Villa að vinna sér inn sæti í úrvalsdeildinni á ný og var á óskalista Watford fyrr í mánuðinum.
Samtals hefur Hause spilað 54 leiki fyrir Villa og hefur í þeim skorað fjögur mörk.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

