Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea með nokkuð sannfærandi sigur á Tottenham
Giroud fagnar marki sínu.
Giroud fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Lo Celso átti að fá rautt spjald.
Lo Celso átti að fá rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 1 Tottenham
1-0 Olivier Giroud ('15 )
2-0 Marcos Alonso ('48 )
2-1 Antonio Rudiger ('89, sjálfsmark )

Chelsea vann frekar sannfærandi sigur gegn Tottenham er liðin mættust í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar þennan laugardaginn.

Olivier Giroud fékk tækifæri í byrjunarliðinu, hann kom inn í liðið fyrir Michy Batshuayi sem átti mjög slakan leik gegn Manchester United síðasta mánudag. Giroud þakkaði fyrir sætið í byrjunarliðinu með að skora fyrsta mark leiksins á 15. mínútu með góðu skoti í teignum.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Chelsea. Í byrjun þess seinni kom annað markið þegar Marcos Alonso skoraði með góðu skoti eftir undirbúning Mason Mount og Ross Barkley. Sanngjarnt miðað við gang mála.

Um miðjan seinni hálfleikinn braut Giovani Lo Celso á César Azpilicueta, fyrirliða Chelsea. Atvikið var skoðað í VAR, en eftir það var tekin ákvörðun um að gefa Lo Celso ekki rautt spjald. Síðar í leiknum var það viðurkennt að um mistök hefði verið að ræða; Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald.

Alonso komst nálægt því að skora sitt annað mark á 82. mínútu, en aukaspyrna hans fór þá í slána. Á 89. mínútu skoraði Tottenham þegar boltinn fór af Antonio Rudiger og inn. Það var hins vegar of seint fyrir Tottenham.

Jose Mourinho tapar á sínum gamla heimavelli, en hann segir að það yrði ótrúlegt ef Tottenham nær topp fjórum. Harry Kane og Son Heung-min eru báðir frá vegna meiðsla hjá Spurs.

Chelsea er eftir þennan leik í fjórða sæti með 44 stig, fjórum stigum meira en Tottenham í fimmta sæti.

Það eru fjórir leikir að hefjast klukkan 15:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner