Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. febrúar 2024 11:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Algjör veisla fyrir Saka og Martinelli að spila með Toney"
Mynd: EPA

Arsenal hefur lengi vel verið orðað við Ivan Toney framherja Brentford. Theo Walcott fyrrum leikmaður Arsenal telur að það yrði mikil veisla ef Toney færi til félagsins.


Arsenal tapaði fyrri leiknum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær gegn Porto á útivelli þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins í uppbótatíma.

Kai Havertz var í fremstu víglínu í gær en Walcott var ekki hrifinn af því.

„Ég er mikill aðdáandi af ákveðnum framherja í Brentford sem ég ætla ekki að nefna. Það er augljóst að sjá á öllum þessum föstu leikatriðum. Arsenal er stórt lið en ef maður er með einhvern eins og hann í liðinu líka," sagði Walcott.

„Ég veit að við erum að ræða um leikmann sem er ekki í liðinu en maður spilar öðruvísi með ákveðna leikmenn fremst, ég man þegar ég spilaði með Giroud þá spilaði ég öðruvísi. Vængmennirnir myndu nýta stóran mann til að fá boltann aftur. Það væri algjör veisla fyrir Saka og Martinelli."


Athugasemdir
banner
banner
banner