Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa: Milan áfram þrátt fyrir tap - Zagreb sló Betis út
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Evrópu- og Sambandsdeildunum, þar sem AC Milan og Benfica komust áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á meðan Dinamo Zagreb og Servette tryggðu sér farmiða í 16-liða úrslitin í Sambandsdeildinni.

Í Evrópudeildinni tapaði Milan 3-2 á útivelli gegn Rennes en tryggir sig áfram eftir góðan þriggja marka sigur á heimavelli, á meðan Benfica gerði markalaust jafntefli við Toulouse en fer áfram eftir 2-1 sigur í Portúgal.

Benjamin Bourigeaud skoraði þrennu í sigri Rennes en hún dugði ekki til.

Í Sambandsdeildinni tókst Dinamo Zagreb að slá Real Betis úr leik, eftir 0-1 sigur á útivelli í fyrri leiknum. Liðin mættust í Zagreb í dag og gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn.

Svissneska félagið Servette lagði þá Ludogorets frá Ungverjalandi að velli þrátt fyrir að heimamenn í Ludogorets hafi verið sterkari aðilinn.

Þrír aðrir leikir eru enn í gangi þar sem þurfti að framlengja. Freiburg og Lens eru að etja kappi í Evrópudeildinni rétt eins og Qarabag og Braga, á meðan Bodö/Glimt er að spila framlengingu við tíu leikmenn Ajax í þessum töluðu orðum.

Í Noregi var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu en honum var skipt af velli á 83. mínútu, nokkrum sekúndum fyrir jöfnunarmark heimamanna. Tíu leikmenn Ajax eiga þunga þraut fyrir höndum gegn sprækum Norðmönnum.

Rennes 3 - 2 Milan (3-5)
1-0 Benjamin Bourigeaud ('11)
1-1 Luka Jovic ('22)
2-1 Benjamin Bourigeaud ('54, víti)
2-2 Rafael Leao ('58)
3-2 Benjamin Bourigeaud ('68, víti)

Toulouse 0 - 0 Benfica (1-2)

Dinamo Zagreb 1 - 1 Real Betis (2-1)
0-1 Cedric Bakambu ('38)
1-1 Takuro Kaneko ('59)

Ludogorets 0 - 1 Servette (0-1)
0-1 Timothe Cognat ('6)
Athugasemdir
banner
banner
banner