Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   fim 22. febrúar 2024 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rafnar fer aftur í Völsung (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Rafnar Máni Gunnarsson er alfarið genginn til liðs við Völsung frá Þór.


Rafnar er 21 árs gamall fjölhæfur leikmaður en hann gekk til liðs við Völsung á láni frá Þór seinni hluta síðasta tímabils. Hann hafði komið við sögu í fimm leikjum í Lengjubikarnum og fjórum í Mjólkurbikarnum hjá Þór áður en hann fór til Húsavíkur.

Þór tilkynnti í dag að félagið og leikmaðurinn hafi komist að samkomulagi um riftun á samningi og hefur hann nú samið við Völsung. Hann spilaði í 3-0 tapi liðsins gegn KF í Lengjubikarnum um síðustu helgi.

Hann spilaði tíu leiki og skoraði eitt mark í 2. deildinni með Völsungi en liðið hafnaði í 9. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner