Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 10:15
Hafliði Breiðfjörð
Vestri fær Kericis með sér í lið fyrir komandi tímabil
Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni.
Mynd: Aðsend
Vestri teflir fram kvennaliði í sumar.
Vestri teflir fram kvennaliði í sumar.
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Vestir leikur í fyrsta sinn í Bestu-deild karla í sumar og félagið hefur endurvakið kvennalið sitt sem mun taka þátt í 2. deildinni. Nú hefur félagið fengið gullkálfinn í íslensku viðskiptalífi, Kericis, til liðs við sig.

Kerecis verður aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra samkvæmt samningi sem tilkynnt var um á Ísafirði í dag. Kvenna-, karla- og ungmennalið Vestra munu öll leika í búningum merktum Kerecis í sumar og heimavöllur félagsins hlýtur nafnið Kerecis-völlurinn.

Þetta kom fram í tilkynningu frá báðum aðilum í dag en í henni fagnar Samúel Samúelsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Vestra samstarfinu og segir stuðninginn gríðarlega mikilvægan.

„2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis við félagið," sagði Samúel.

Guðmundur Fertram stofnandi og forstjóri Kerecis segir að hjarta Kerecis slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Íþrótta- og æskulífsstarf sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlíf dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.”

Hann segir sérstaklega mikilvægt að styðja íþróttastarf á landsbyggðinni, enda sé hrópandi aðstöðumunur í samanburði við íþróttalið á SV-horninu. „Vestri þarf að ferðast um langan veg í alla útleiki með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir leikmenn, enda eru flugsamgöngur stopular og akleiðin löng. Hér þarf að stórbæta samgönguinnviði til hagsbóta fyrir mannlíf og atvinnulíf og ætlum við að leggja okkar af mörkum til að svo verði,“ segir Guðmundur Fertram.


Athugasemdir
banner
banner