sun 22. mars 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark kvennaliðs Notts County sem Ashton Kutcher deildi
Ellen White skoraði markið.
Ellen White skoraði markið.
Mynd: Getty Images
Kieran Theivam, blaðamaður The Athletic, mun á næstu vikum velja þrjú bestu mörkin sem skoruð hafa verið í úrvalsdeild kvenna á Englandi að hans mati. Hann er búinn að opinbera fyrsta markið á listanum.

„Við reyndum þetta svo oft á æfingu og þetta virkaði aldrei. Boltinn fór oftar í slána eða hornfánann," segir Colin Walker, fyrrum aðstoðarþjálfari Notts County, um markið - eitt það umræddasta í sögu deildarinnar.

Völlurinn er Meadow Lane í Nottingham og heimastúlkur í County, félag sem var lagt af tveimur árum síðar, tók á móti Arsenal, einn af risunum í enskri kvennaknattspyrnu.

Leikurinn var í beinni á BT Sport og fleiri augu voru á honum en venjulega. Dagsetningin var 3. apríl 2015. Enska landsliðskonan Ellen White var að spila gegn sínu fyrrum félagi í fyrsta sinn eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum. Notts County fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Laura Bassett stendur yfir boltanum og White og varnarmaðurinn Alex Greenwood standa fyrir framan hann, með bakið í markið. Notts County liðið hafði dagana á undan verið að æfa aukaspyrnur með það í huga að fá andstæðinginn til að halda að Bassett myndi skjóta á markið. Það gekk ekki vel á æfingum eins og Walker talaði um, það gekk aldrei upp.

Þegar í leikinn var kominn þá gafst þetta góða tækifæri til að framkvæma það sem hafði mistekist svo illa á æfingum. Staðan var 0-0 og það sem gerðist vakti meira að segja athygli bandaríska leikarans Ashton Kutcher sem deildi því til fylgjenda sinna.

Markið má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner