
Varnarmaðurinn Sead Kolasinac, einn besti leikmaður Bosníu/Hersegóvínu, verður ekki með í leiknum gegn Íslandi á morgun. Reyndar er ljóst að hann verður heldur ekki með liði sínu í hinum leik þess í landsleikjaglugganum, gegn Slóvökum á sunnudag.
Kolasinac, sem er fyrrum leikmaður Arsenal en er nú hjá Marseille, er á meiðslalistanum en hann mætti í herbúðir bosníska landsliðsins hér í Zenica og var skoðaður af læknum liðsins. Haldið var í veika von um að hann gæti spilað en nú er útséð um að svo verður ekki.
Fjölmiðlar hér í Bosníu búast við því að byrjunarlið sinna manna verði á þessa leið:
Kolasinac, sem er fyrrum leikmaður Arsenal en er nú hjá Marseille, er á meiðslalistanum en hann mætti í herbúðir bosníska landsliðsins hér í Zenica og var skoðaður af læknum liðsins. Haldið var í veika von um að hann gæti spilað en nú er útséð um að svo verður ekki.
Fjölmiðlar hér í Bosníu búast við því að byrjunarlið sinna manna verði á þessa leið:
Ibrahim Sehic markvörður Konyaspir standi í rammanum; Jusuf Gazibegovic hjá Sturm Graz verði hægri bakvörður, Anel Ahmedhodzic sem hefur verið frábær með Sheffield United verði í hjarta varnarinnar við hlið Hrvoje Milicevic sem spilar fyrir AEK Larnaca í Kýpur og hinn tvítugi Amar Dedic sem er hjá RB Salzburg spili sem vinstri bakvörður.
Á miðjunni finnum við Amir Hadziahmetovic hjá Besiktas, Rade Krunic sem hefur leikið vel með AC Milan og Sanjin Prcic sem spilar fyrir Strasbourg í Frakklandi.
Á köntunum eru Miroslav Stevanovic hjá Servetta og Ermedin Demirovic hjá Augsburg sem munu reyna að koma boltanum fyrir á Edin Dzeko, skærustu stjörnu Bosníu. Dzeko varð 37 ára gamall á dögunum. Hann hefur verið að ganga í gegnum markaþurrð fyrir Inter en er vanur því að skila sínu fyrir bosníska landsliðið.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir