Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. apríl 2019 20:59
Brynjar Ingi Erluson
England: Jafnt á Stamford Bridge - Fjögur mörk á fyrstu 25 mínútunum
Gonzalo Higuain skoraði fjórða deildarmark sitt fyrir Chelsea
Gonzalo Higuain skoraði fjórða deildarmark sitt fyrir Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 2 Burnley
0-1 Jeff Hendrick ('8 )
1-1 NGolo Kante ('12 )
2-1 Gonzalo Higuain ('14 )
2-2 Ashley Barnes ('24 )

Chelsea og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Stamford Bridge og komu öll mörkin á fyrstu 25 mínútum fyrri hálfleiks.

Gestirnir í Burnley fóru vel af stað en Jeff Hendrick kom liðinu yfir á 8. mínútu. Burnley fékk hornspyrnu sem Cesar Azpilicueta skallaði frá en Hendrick var mættur fyrir utan og skoraði af 20 metra færi.

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kanté jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Eden Hazard fór þá illa með Matthew Lowton vinstra megin við teiginn áður en hann kom boltanum á Kanté sem skoraði af stuttu færi.

Gonzalo Higuain kom Chelsea yfir tveimur mínútum síðar með fjórða deildarmarki sínu á tímabilinu. Hann og Azpilicueta spiluðu boltanum skemmtilega sín á milli áður en Higuain þrumaði í slá og inn.

Fjörið var heldur betur ekki búið. Ashley Barnes jafnaði fyrir Burnley á 24. mínútu eftir vel útfærða aukaspyrnu. Boltinn kom inn á teig þar sem Ben Mee skallaði hann áfram á Chris Wood sem fleytti honum síðan áfram á Barnes sem gat ekki annað en komið boltanum í netið.

Lítið markvert gerðist síðan í þeim síðari og var hann mjög ólíkur þeim síðari. Chelsea tókst ekki að skapa sér eitthvað af viti og lokatölur 2-2.

Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley.

Þungt jafntefli fyrir Chelsea í Meistaradeildarbaráttunni en liðið er í fjórða sæti með 67 stig, stigi meira en Arsenal sem er í fimmta sætinu og þremur stigum meira en Manchester United sem er í sjötta sæti.

Burnley er í fimmtánda sæti með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner