Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. apríl 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta byrjaði að pæla í þjálfun þegar hann meiddist illa
Arteta í leik með Everton.
Arteta í leik með Everton.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist hafa fyrst farið að pæla í þjálfun þegar hann meiddist illa sem leikmaður Everton á sínum tíma.

Liðbönd í hné Arteta sködduðust í leik Everton gegn Newcastle 2009.

„Ég byrjaði að pæla í þjálfun þegar ég var 27 ára," segir Arteta.

„Ég meiddist á hné og hafði mikinn tíma í hvíld og endurheimt. Ég byrjaði að pæla meira í leiknum. Ég hafði samband við þjálfara, fékk hugmyndir og fór að íhuga hvort þetta gæti orðið mitt framtíðarstarf."

„Ég byrjaði að undirbúa mig undir þetta og á síðustu árum ferilsins áttaði ég mig á því að ég sá meira utan vallar en þegar ég var innan hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner