Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 22. apríl 2024 23:19
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikar kvenna: ÍA vann ótrúlegan sigur í framlengingu
Skagakonur unnu ótrúlegan sigur.
Skagakonur unnu ótrúlegan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Erna Björt var hetja ÍA.
Erna Björt var hetja ÍA.
Mynd: ÍA
ÍA, KR og Afturelding komust í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Skagakonur unnu Selfoss í hreint ótrúlegum leik í Akraneshöllinni. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik en í þeim seinni náði ÍA að jafna 3-3. Í lokin komst Selfoss aftur yfir en ÍA náði að jafna í 4-4 í uppbótartíma og koma leiknum í framlengingu.

Erna Björt Elíasdóttir skoraði sigurmark ÍA í framlengingunni og mun ÍA heimsækja Fjölni í næstu umferð.

KR vann Álftanes 2-0 og leikur gegn Grindavík í næstu umferð og þá komst Afturelding áfram með 4-0 sigri gegn KH. Ferð til Vestmannaeyja bíður Aftureldingu en liðið heimsækir ÍBV í næstu umferð.

Fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna lýkur annað kvöld þegar HK og Grótta eigast við í Kórnum.

ÍA 5 - 4 Selfoss
0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('4 )
0-2 Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('22 )
0-3 Katrín Ágústsdóttir ('45 )
1-3 Juliana Marie Paoletti ('75 )
2-3 Madison Brooke Schwartzenberger ('76 )
3-3 Juliana Marie Paoletti ('84 )
3-4 Anna María Friðgeirsdóttir ('90 , Mark úr víti)
4-4 Erna Björt Elíasdóttir ('90 , Mark úr víti)
5-4 Erna Björt Elíasdóttir ('94 )

KR 2 - 0 Álftanes
1-0 Íris Grétarsdóttir ('56 )
2-0 Hildur Björg Kristjánsdóttir ('90 )

Afturelding 4 - 0 KH
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('17 )
2-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('70 )
3-0 Katrín Rut Kvaran ('80 )
4-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('90 )
Athugasemdir
banner