Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mán 22. apríl 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mögnuð staðreynd tengd yngstu leikmönnunum í stórleiknum
Danijel samdi við Víking sumarið 2022 þegar hann kom heim frá Midtjylland.
Danijel samdi við Víking sumarið 2022 þegar hann kom heim frá Midtjylland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar horft er á leikskýrsluna úr leik Víkings og Breiðabliks í gær sést að fjórir leikmenn í byrjunarliðunum í gær eru fæddir á þessari öld.

Allir fjórir leikmennirnir eru uppaldir í Kópavogi; þrír hjá Breiðabliki og einn hjá HK.

Allir fjórir voru í byrjunarliðinu hjá Víkingi.

Leikmennirnir fjórir eru þeir Karl Friðleifur Gunnarsson (2001, uppalinn hjá Breiðabliki), Danijel Dejan Djuric (2003, uppalinn hjá Breiðabliki og Hvöt), Ari Sigurpálsson (2003, uppalinn hjá HK) og Gísli Gottskálk Þórðarson (2004, uppalinn hjá Breiðabliki).

Fimmti yngsti leikmaðurinn í byrjunarliðunum var Jason Daði Svanþórsson í liði Breiðabliks sem uppalinn er hjá Aftureldingu.
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner