Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 10:00
Innkastið
Þjálffræðileg snilli Heimis - „Eigum við ekki að róa okkur aðeins?"
FH keypti Arnór af Víkingi í vetur.
FH keypti Arnór af Víkingi í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen hafði strax áhrif á leik FH þegar hann kom inn á sem varamaður gegn HK á laugardaginn. Hann kom inn í leikinn á 66. mínútu og lagði upp á Ástbjörn Þórðarson strax á 67. mínútu. FH var í leit að marki í leiknum.

„Arnór var ekki lengi að breyta leiknum. Hann fær boltan frá Birni Daníel og þræðir boltan inn fyrir vörnina þar sem Ástbjörn hleypur á boltan og klárar snyrtilega í fjær hornið," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum. Hann valdi Arnór næst besta mann leiksins í skýrslunni eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

Haraldur spurði Heimi hvort þetta hafi verið þjálffræðilega snilli að setja inn mann sem hefur strax þetta mikil áhrif á leikinn. Heimir hló áður en hann svaraði.

„Eigum við ekki að róa okkur aðeins?" sagði Heimir og brosti. „Arnór kom inn á móti Breiðabliki og hleypti miklu lífi í leik liðsins. Því miður var hann veikur þegar við fórum norður. Hann kom aftur inn í dag og gerði góða hluti fyrir liðið. Það er bara jákvætt fyrir okkur þegar menn eru að koma af bekknum og gera jákvæða hluti sem hjálpa liðinu."

Rætt var um Arnór og kantmenn FH í Innkastinu eftir umferðina.

„FH er með þrjá sem rótera á kantinum; Kjartan Kára, Vuk og Arnór Borg. Tilfinningin mín fyrir FH er að einn af þeim þarf að virka í leik. Þeir geta róterað þessum þremur, eru með hellingsgæði en sýna það ekki alltaf. Ef þeir ná allavega einum í gang af þessum í hverjum leik þá eru þeir til alls líklegir," sagði Valur Gunnarsson.

„Það er gott að sjá Arnór ná einhverjum takti, strákur með fullt af gæðum en sýnt mjög lítið af því," sagði Sæbjörn Steinke.
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner