Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 19:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Koscielny ekki sáttur með ákvörðun UEFA að hafa úrslitaleikinn í Aserbaídsjan
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Laurent Koscielny.
Laurent Koscielny.
Mynd: Getty Images
Það hefur nokkuð mikið verið rætt um staðsetningu úrslitaleiks Evrópudeildarinnar uppá síðkastið, leikurinn fer fram í Bakú í Aserbaídsjan á miðvikudaginn í næstu viku.

Arsenal og Chelsea leika til úrslita í ár, í liði Arsenal er Armeninn Henrikh Mkhitaryan, hann mun ekki ferðast til Aserbaídsjan vegna pólitískra deila milli Armeníu og Aserbaídsjan. Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins og óttast um öryggi sitt í Aserbaídsjan.

Franski landsliðsmaðurinn Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal er mjög óhress með staðsetningu úrslitaleiksins og gagnrýnir UEFA fyrir þá ákvörðun að hafa valið Aserbaídsjan til að hýsa leikinn.

„Ég er alls ekki ánægður með þetta og það sem gerir þetta verra er að einn leikmaður hjá okkur mun ekki spila leikinn. Mér finnst að UEFA þyrfti að kynna sér pólitíkina betur í því landi sem stendur til að spila úrslitaleik, þegar þjóðir eiga í deilum finnst mér að UEFA ætti ekki að láta úrslitaleikinn fara fram í þeim löndum."

„Það er mjög erfitt fyrir okkur að sætta okkur við þetta, við viljum hafa Micki með okkur í þetta verkefni, hann er okkur mjög miklvægur," sagði Koscielny að lokum.

Sjá einnig:
Ljóst að Mkhitaryan verður ekki með í úrslitaleiknum
„Nota íþróttir til að fela mannréttindabrot"
Athugasemdir
banner
banner
banner