Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. maí 2019 09:05
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Ingi fundar með Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
U21-landsliðsmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson er í viðræðum við danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg.

Hollenskir fjölmiðlar segja að framtíð Kristófers skýrist á næstu tveimur vikum en hann er samningslaus hjá Willem II.

Hollendingurinn John Lammers er þjálfari Esbjerg.

Á vefsíðunni bd.nl segir að mikill áhugi sé á þessum tvítuga íslenska sóknarleikmanni sem er uppalinn hjá Stjörnunni í Garðabæ.

Kristófer lék ellefu leiki og skorað eitt mark fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni á liðinni leiktíð. Hann var settur í varaliðið þegar samningaviðræður við hann sigldu í strand.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner