Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Van Persie: Solskjær sá rétti til að leiða Man Utd
Van Persie er fyrrum sóknarmaður Manchester United.
Van Persie er fyrrum sóknarmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er rétti maðurinn til að leiða Manchester United áfram og hann verður að fá sanngjarnan tíma til að koma liðinu á beinu brautina. Þetta segir Robin van Persie, fyrrum sóknarmaður Manchester United.

Stjóratíð Solskjær á Old Trafford fór vel af stað en liðið fór svo út af sporinu og náði ekki Meistaradeildarsæti.

„Ég tel að Solskjær smellpassi fyrir United. Áður fyrr þótti sjálfsagt að stjórar fengju tíma til að sanna sig. Í dag ert þú rekinn ef þú tapar sex leikjum. Er það góð lausn? Solskjær þekkir allt hjá United og á að fá tíma," segir Van Persie.

Van Persie hjálpaði United að verða Englandsmeistari 2013 en hann skoraði 58 mörk í 105 leikjum fyrir félagið 2012-2015.

„Solskjær fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina. Hann er stjórinn og er gott andlit fyrir félagið. Hann er jákvæður, vill afreka stóra hluti og það er eina leiðin fram á við."

„Hann er maður félagsins. Hann spilaði þarna í yfir tíu ár og mark frá honum færði liðinu Meistaradeildarbikarinn. Hann var þjálfari varaliðsins. Solskjær er Manchester United."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner