Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lofuðu Astori að koma Fiorentina aftur í Evrópukeppni
Leikmenn Fiorentina náðu að efna loforðið
Leikmenn Fiorentina náðu að efna loforðið
Mynd: Getty Images
Cristiano Biraghi, leikmaður Fiorentina, var himinlifandi eftir 2-0 sigur liðsins á Juventus í gær en þessi úrslit þýða það að Flórensarliðið fer í Sambandsdeildina á næsta tímabili.

Fiorentina þurfti sigur gegn Juventus til að komast í Evrópukeppni en Alfred Duncan skoraði undir lok fyrri hálfleiks áður en Nico Gonzalez gulltryggði sigurinn í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Þetta þýðir að Fiorentina hafnar í 7. sæti deildarinnar og mun spila í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.

Biraghi, sem hefur spilað lykilhlutverk í liði Fiorentina síðustu ár segir að liðið hafi lofað David Astori, fyrrum fyrirliða liðsins, að koma félaginu aftur í Evrópukeppni.

Astori varð bráðkvaddur á hóteli liðsins fyrir leik þess gegn Fiorentina í mars árið 2018.

„Við lofuðum Davide að koma liðinu á þann stað sem hann vildi að það væri á," sagði Biraghi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner