Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   mið 22. maí 2024 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Gasperini er tilbúinn í slaginn: Þurfum að mæta þeim af krafti
Mynd: Getty Images
Atalanta mætir Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er án Marten de Roon, fyrirliða félagsins, vegna meiðsla.

Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, hefur þó úr sterkum leikmannahópi að velja og er ánægður með byrjunarliðið sem hann teflir fram í kvöld.

„Ég tel okkur vera í sem bestu mögulegu ástandi fyrir þennan leik, bæði andlega og líkamlega. Leverkusen er með frábært lið og velgengni félagsins á þessu tímabili er ekki fyrir mistök," sagði Gasperini fyrir leik.

„Við þurfum að bera virðingu fyrir þeim og laga okkar leik að þeirra. Þeir eru með mjög fjölhæft lið og við þurfum að mæta þeim af krafti."
Athugasemdir
banner