Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. júní 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Af hverju var baulað á Kidda Jóns í gær? - „Ég hef ekki hugmynd"
Kiddi í leiknum í gær
Kiddi í leiknum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli margra sem horfðu á leik Víkings og KR í gær að baulað var á Kristinn Jónsson, leikmann KR, þegar hann fékk boltann í leiknum.

Það gekk auðvitað mikið á þegar liðin mættust á Meistaravöllum fyrir um ári síðan, þrír Víkingar sáu rautt en fréttaritari man ekki til þess að Kristinn hafi verið í sviðsljósinu í þeim leik.

Kristinn var spurður að þessu eftir leik og sagðist hann ekki vita hvers vegna Víkingar bauluðu. Hann glotti að vísu eftir svarið, mögulega var það vegna þess að hann vissi meira en hann gaf uppi en mögulega var það vegna þess að honum fannst þetta skondið.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í baulið í viðtali eftir leik.

„Nei ég veit það ekki, ég hef ekki hugmynd. Ég var að velta því fyrir mér sjálfur. Ég get ekki svarað því," sagði Rúnar.

Kristinn lagði upp jöfnunarmark KR fyrir Kristján Flóka Finnbogason í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 KR
Rúnar: Komast upp með hluti sem flestallir komast ekki upp með
Athugasemdir
banner
banner
banner