Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júní 2021 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Calhanoglu yfir síkið og gengur í raðir Inter (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hakan Calhanoglu er genginn í raðir Ítalíumeistaranana í Inter Milan frá nágrönnunum í AC.

Calhanoglu er 27 ára Tyrki sem leikið hefur með AC undanfarin ár. Samningur hans rennur út í loka mánaðar og gengur hann í raðir Inter á frjálsri sölu.

Calhanoglu gekk í raðir AC Milan frá Bayer Leverkusen árið 2017 og skoraði 22 mörk í 135 deildarleikjum.

Hann á þá að baki 59 landsleiki og hefur skorað þrettán mörk. Hakan er fæddur í Þýskalandi en á tyrkneska foreldra.

Inter birti mynd á Twitter þegar félagið gekk frá félagaskiptunum. Á myndinni er síki í Mílanóborg. Öðru megin síkisins er AC hluti borgarinnar og Inter er hinu megin.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner