mið 22. júní 2022 23:36
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Skoraði fernu í sigri Hamars - Ýmir hafði betur gegn Smára í níu marka leik
Atli Þór Jónasson skoraði fjögur mörk fyrir Hamar
Atli Þór Jónasson skoraði fjögur mörk fyrir Hamar
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ýmismenn stefna hraðbyr á umspilið
Ýmismenn stefna hraðbyr á umspilið
Mynd: Twitter
Atli Þór Jónasson, leikmaður Hamars, gerði fjögur mörk er lið hans vann Álafoss 6-0 í D-riðli 4. deildar karla í kvöld en á sama tíma vann Ýmir nágrannaslag gegn Smára í níu marka leik, 5-4.

Uppsveitir unnu Álftanes 4-3 í C-riðlinum þar sem George Razvan Charlton, langmarkahæsti leikmaður deildarinnar, gerði eitt mark fyrir Uppsveitir.

Árborg lagði KB í sama riðli, 3-1, á meðan Hafnir unnu KM örugglega, 4-1. Uppsveitir eru með fullt hús stiga á toppnum eftir sex leiki og er George Razvan með 21 mark í deildinni en Árborg fylgir fast á eftir með 15 stig.

Það var mikið um að vera í D-riðlinum. Ýmir vann nágrannaslaginn við Smára í Kópavogi, 5-4. Mátti helst líkja þessu við borðtennis-leik þar sem liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleiknum. Staðan var 3-2 fyrir Ými í hálfleik.

Eiður Gauti Sæbjörnsson kom Ými í 4-2 áður en Smári jafnaði með mörkum frá Kristjáni Daða Róbertssyni og Sölva Santos. Þegar tíu mínútur voru eftir gerði svo Eiður Gauti sigurmark Ýmis og þriðja mark sitt í leiknum og tryggði liðinu sigur í mögnuðum leik.

Ýmir er á toppnum með 16 stig, tveimur stigum meira en Hamar sem er í öðru sætinu eftir 6-0 sigur á Álafoss í kvöld. Atli Þór Jónasson gerði fjögur mörk fyrir Hamar í leiknum.

Í E-riðlinum eða landsbyggðarriðlinum sjálfum voru tvö jafntefli þar sem Hamrarnir og Einherji gerðu 2-2 jafntefli á meðan Máni og Boltafélag Norðfjarðar skildu jöfn, 3-3.

Einherji er á toppnum með 19 stig en Hamrarnir í öðru sæti með 16 stig.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Álftanes 3 - 4 Uppsveitir
1-0 Andri Janusson ('13 )
1-1 Aron Freyr Margeirsson ('22 )
2-1 Brynjar Jónasson ('34 )
3-1 Jonatan Aaron Belányi ('37 )
3-2 George Razvan Chariton ('42 )
3-3 Aron Freyr Margeirsson ('59 )
3-4 Francisco Vano Sanjuan ('78 )

Árborg 3 - 1 KB
1-0 Aron Fannar Birgisson ('21 )
2-0 Andrés Karl Guðjónsson ('36 )
3-0 Aron Fannar Birgisson ('42 )
3-1 Eiður Bragi Benediktsson ('54 )

Hafnir 4 - 1 KM
1-0 Þorgils Gauti Halldórsson ('14 , Mark úr víti)
2-0 Sigurður Þór Hallgrímsson ('19 )
3-0 Þorgils Gauti Halldórsson ('29 )
4-0 Kristófer Orri Magnússon ('34 )
4-1 Martin Luke Forward ('90 )

D-riðill:

Hamar 6 - 0 Álafoss
1-0 Atli Þór Jónasson ('15 )
2-0 Atli Þór Jónasson ('21 )
3-0 Atli Þór Jónasson ('28 )
4-0 Ísak Leó Guðmundsson ('38 )
5-0 Örvar Þór Sveinsson ('39 )
6-0 Atli Þór Jónasson ('90 )

GG 2 - 2 KFR
1-0 Birkir Snær Sigurðsson ('8 )
1-1 Bjarni Þorvaldsson ('58 )
2-1 Gylfi Örn Á Öfjörð ('63 )
2-2 Helgi Valur Smárason ('88 , Mark úr víti)

Ýmir 5 - 4 Smári
0-1 Óliver Máni Scheving ('20 )
1-1 Andri Már Harðarson ('31 )
2-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('41 )
2-2 Heiðar Ingi Þórisson ('43 , Mark úr víti)
3-2 Arian Ari Morina ('45 )
4-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('58 )
4-3 Kristján Daði Róbertsson ('60 )
4-4 Sölvi Santos ('64 )
5-4 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('79 )

E-riðill:

Hamrarnir 2 - 2 Einherji
0-1 Heiðar Aðalbjörnsson ('4 )
1-1 Haraldur Máni Óskarsson ('34 )
1-2 Alejandro Barce Lechuga ('57 )
2-2 Carlos Javier Castellano ('88 , Sjálfsmark)

Máni 3 - 3 Boltaf. Norðfj.
0-1 Patrekur Darri Ólason ('5 , Sjálfsmark)
1-1 Tómas Orri Hjálmarsson ('18 )
1-2 Viktor Ívan Vilbergsson ('29 )
2-2 Ingvi Þór Sigurðsson ('54 , Mark úr víti)
2-3 Sævar Steinn Friðriksson ('58 )
3-3 Freyr Sigurðsson ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner