Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kannski ekki nálægt því en hann færist nær"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni Guðmundsson hefur ekki leikið með Leikni síðan í fyrstu umferð en þá fór hann af velli snemma leiks eftir að hafa fengið boltann í höfuðið.

Sjá einnig:
Hafa ekki hugmynd um hvenær Óttar snýr aftur (2. maí)

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Óttar var skráður á varamannabekkinn þegar Leiknir mætti Val í gær og var Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, spurður út í Óttar. Er hann eitthvað nálægt því að fara spila?

„Það styttist alltaf, kannski ekki nálægt því en hann færist nær," sagði Siggi.

Óttar er 32 ára miðvörður sem er uppalinn hjá Leikni og gekk aftur í raðir félagsins eftir síðasta tímabil eftir nokkur ár með ÍA. Hans hefur verið sárt saknað í Leiknisliðinu sem situr í fallsæti í Bestu deildinni.
Siggi Höskulds: Þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner