
Lukaku, Lewandowski, Sterling, Dembele, Raphinha, Jesus, Ekitike, Kounde og Eriksen eru meðal þeirra sem eru í slúðurpakkanum í boði Powerade þennan vætusama miðvikudag.
Romelu Lukaku (29) mun hafa kostað samtals 333,5 milljónir evra á ferlinum þegar hann hefur gengið frá endurkomunni til Inter. Enginn leikmaður í sögunni hefur kostað meira. (Manuel Veth)
Pólski markakóngurinn Robert Lewandowski (33) vill enn yfirgefa Bayern München, þrátt fyrir að íþróttastjóri félagsins Hasan Salihamidzic hafi ferðast til að hitta hann undir fjögur augu og reyna að fá hann til að skipta um skoðun. (Sky Germany)
Real Madrid hefur lagt aukna áherslu á að reyna að fá enska sóknarleikmanninn Raheem Sterling (27) frá Manchester City. Barcelona og Chelsea fylgjast með gangi mála. (Mirror)
Chelsea er farið að horfa til Sterling eftir að forráðamenn félagsins urðu þreyttir á að reyna að fá Ousmane Dembele (25) frá Barcelona. Paris St-Germain og Bayern München hafa einnig áhuga á franska vængmanninum en samningur hans við Börsunga er að renna út. (Sport)
Heimildarmaður sem er náinn Sterling segir að hann sé óákveðinn í því hvert sé besta skrefið fyrir hans feril. Allar vangaveltur um ósætti við Pep Guardiola séu rangar. (BBC)
Arsenal hefur gert tilboð í Raphinha (25) sem er lægra en 50 milljóna punda verðlagning Leeds á brasilíska vængmanninum. Tilboðinu verður væntanlega hafnað. (Times)
Arsenal mun halda áfram viðræðum um möguleg kaup á Gabriel Jesus (25) frá Manchester City. Tottenham og Paris St-Germain eru einnig að fylgjast með þróun mála hjá brasilíska sóknarmanninum. (Mail)
Real Madrid, Bayern München og PSG ætla að veita Newcastle United samkeppni um franska sóknarmanninn Hugo Ekitike (20) hjá Reims. (L'Equipe)
Ekitike hyggst fljúga fyrr úr sumarfríi til að ganga frá 26,5 milljóna punda skiptum til Newcastle. (Chronicle)
Barcelona vill fá franska varnarmanninn Jules Kounde (23) en er ekki tilbúið að borga 51,5 milljóna punda verðmiða Sevilla. (Marca)
Brentford hefur ekki gefið upp von um að halda Christian Eriksen (30) sem kom á stuttum samningi í janúarglugganum, Manchester United hefur einnig áhuga á danska landsliðsmanninum. (90 Min)
Manchester United þarf að velja á milli argentínska miðvarðarins Lisandro Martínez (24) og brasilíska vængmannsins Antony (22) hjá Ajax. Báðir spiluðu undir Erik ten Hag. (Mirror)
Arsenal og Newcastle vilja fá spænska miðjumanninn Fabian Ruiz (26) en samningur hans við Napoli rennur út 2023. (Corriere dello Sport)
Chelsea hefur áhuga á franska landsliðsbakverðinum Jonathan Clauss (29) hjá Lens. (Goal)
Tottenham hyggst halda áfram viðræðum um hægri bakvörðinn Djed Spence (21) hjá Middlesbrough. Hann var á láni frá Nottingham Forest á liðnu tímabili og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina. (Sky Sports)
Borussia Dortmund er að kaupa Fílabeinsstrendinginn Sebastien Haller (28) frá Ajax á 31 milljón punda. Sóknarmaðurinn á að koma í stað Erling Haaland (21) sem seldur var til Manchester City. (ESPN)
Belgíski miðjumaðurinn Axel Witsel (33) mun ganga í raðir Atletico Marid þegar samningur hans við Dortmund rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)
Úlfarnir ræða um kaup á brasilíska sóknarmanninum Gabriel Barbosa (25) frá Flamengo og argentínska miðjumanninum Enzo Fernandez (21) frá River Plate. (90 Min)
Skoska félagið Rangers gæti selt kólumbíska sóknarmanninn Alfredo Morelos (26) ef það nær ekki samkomulagi við hann um nýjan samning. Núgildandi samningur rennur út sumarið 2023. (90 Min)
Manchester United býst við að franski framherjinn Anthony Martial (26) verði hjá félaginu á næsta tímabili þar sem áhugi á honum er af skornum skammti. (Manchester Evening News)
Manchester United er tilbúið að taka tilboð upp á um 20 milljónir punda í Martial en launakröfur hans fæla frá mögulega kaupendur. Þá er United til í að selja varnarmanninn Eric Bailly (28) fyrir um 8,5 milljónir punda en hann hefur verið boðinn til Newcastle. (Sun)
Manchester United íhugar að reyna að fá austurríska markvörðinn Daniel Bachmann (27) frá Watford til að vera varamarkvörður fyrir David de Gea (31). Dean Henderson (25) er væntanlega á leið til Nottingham Forest. (Goal)
Athugasemdir