Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júní 2022 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester United vill fá markvörð Watford
Mynd: EPA
Manchester United er í leit að markverði til að koma í stað Dean Henderson sem er á förum til Nottingham Forest á láni.

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í dag að United sé í viðræðum við Watford um að fá Daniel Bachmann í sínar raðir.

Bachmann er 28 ára gamall og er landsliðsmarkvörður Austurríkis. Hann hefur verið hjá Watford frá árinu 2017 og hefur spilað 35 deildarleiki. Í vetur spilaði hann tólf leiki í deildinni en Ben Foster lék hina 26 leikina. Watford féll úr úrvalsdeildinni í vor.

David de Gea er aðalmarkvörður United og ef Dean Henderson fer frá félaginu er Tom Heaton næstur á eftir þeim spænska í röðinni.


Athugasemdir
banner
banner