Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júní 2022 10:20
Elvar Geir Magnússon
Nýjasti leikmaður Arsenal: Þetta er mitt nýja heimili
Fabio Vieira við æfingasvæði Arsenal.
Fabio Vieira við æfingasvæði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Í gær staðfesti Arsenal að félagið væri búið að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Fabio Vieira frá Porto.

„Arsenal er sögufrægt enskt félag. Þetta er eitt stærsta félag heims. Allir vita að Arsenal er stórkostlegt félag og það var ein aðalástæða þess að ég valdi að ganga í raðir þess. Ég er mjög hrifinn af leikstílnum og get ekki beðið eftir því að spila minn fyrsta leik," segir Vieira.

„Þetta er mikilvægt skref fram á við á ferli mínum. Arsenal er stórt og sögufrægt félag. Ég er hæstánægður með að vera hérna á mínu nýja heimili."

Hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni.

„Ég er sóknarþenkjandi leikmaður sem reyni að finna pláss milli línanna til að skapa eða skora mörk. Ég mun gera mitt allra besta fyrir félagið."

Vieira er fjölhæfur miðjumaður með góðan sköpunarmátt og er sagður með gott auga fyrir baneitruðum sendingum.

„Hann er með öll vopnin, hann getur borið boltann uppi, hægt á tempóinu, brjótast inn í teiginn, skorað. Leikmaður eins og hann verður að vera nálægt markinu," segir Manuel Tulipa, fyrrum unglingaþjálfari hans hjá Porto.

„Eitt sem hann þarf að bæta hinsvegar er hvernig hann er án bolta. Hann hefur bætt sig töluvert í því síðustu mánuði. Hann þarf að finna rétta jafnvægið á mismunandi köflum í leiknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner