Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. júlí 2019 16:10
Magnús Már Einarsson
Tindastóll fær enskan þjálfara við hlið Arnars Skúla - Bæta við framherja
Arnar Skúli Atlason (til vinstri) er annar af þjálfurum Tindastóls.
Arnar Skúli Atlason (til vinstri) er annar af þjálfurum Tindastóls.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tindastóll, sem situr í botnsæti 2. deildar karla, hefur ráðið Jamie Mcdonough sem þjálfara meistaraflokks karla við hlið Arnars Skúla Atlasonar.

Arnar Skúli tók við á dögunum þegar Yngvi Borgþórsson hætti störfum.

Tindastóll vann Vestra í fyrsta leik undir stjórn Arnars Skúla en liðið tapaði gegn ÍR um helgina.

Arnar Skúli og Jamie verða saman þjálfarar Tindastóls út tímabilið.

Þá fékk Tindastóll liðsstyrk frá Englandi í dag þegar framherjinn Kyen Nicholas samdi við félagið en hann verður á Sauðárkróki út tímabilið.

Kyen er 22 ára gamall en hann spilaði síðast með liði Epsom & Ewell í heimalandinu.

Tindastóll er sjö stigum frá öruggu sæti í augnablikinu en næsti leikur liðsins er gegn Fjarðabyggð á heimavelli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner