Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Vængir Júpíters og Álftanes unnu toppslagina
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það fóru fjórir leikir fram í 4. deild karla í kvöld og má sjá úrslitin hér fyrir neðan.

Vængir Júpíters unnu toppslag í D-riðli gegn Hvíta riddaranum í kvöld.

Ægir Örn Snorrason skoraði tvennu fyrir Hvíta riddarann í fyrri hálfleik en Aron Páll Símonarson minnkaði muninn fyrir Vængina.

Vængirnir skoruðu svo þrjú mörk í síðari hálfleik og stóðu uppi sem sigurvegarar, 4-2. Þeir eru á toppi riðilsins með 30 stig eftir 11 umferðir, Hvíti riddarinn í þriðja sæti með 22 stig.

D-riðill:
Vængir Júpíters 4 - 2 Hvíti riddarinn
0-1 Ægir Örn Snorrason ('21)
0-2 Ægir Örn Snorrason ('29)
1-2 Aron Páll Símonarson ('42)
2-2 Aron Fannar Hreinsson ('53)
3-2 Gunnar Már Guðmundsson ('71)
4-2 Árni Steinn Sigursteinsson ('90)

Í C-riðli skoraði topplið KÁ átta mörk gegn botnliði KM og er enn taplaust eftir 12 umferðir, með 30 stig. Ingvi Þór Albertsson setti fernu í síðari hálfleik.

Álftanes og Ýmir deila 2. sætinu eftir æsispennandi innbyrðisviðureign í kvöld.

Álftanes tók forystuna í fyrri hálfleik en staðan var jöfn í leikhlé. Heimamenn komust aftur yfir í síðari hálfleik en gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og hélst staðan jöfn þar til undir lokin.

Bragi Þór Kristinsson og Finn Axel Hansen skoruðu þá sitthvort markið á lokamínútunum til að tryggja Álftanesi afar dýrmætan sigur í toppbaráttunni.

Liðin eru jöfn með 26 stig eftir viðureignina, fjórum stigum eftir toppliði KÁ.

Reynir H. náði að lokum jafntefli við Björninn en liðin eru bæði búin að missa af toppbaráttunni.

C-riðill:
KÁ 8 - 0 KM
1-0 Aron Hólm Júlíusson ('11)
2-0 Karabo Mgiba ('13)
3-0 Aron Hólm Júlíusson ('24)
4-0 Daði Snær Ingason ('50)
5-0 Ingvi Þór Albertsson ('57)
6-0 Ingvi Þór Albertsson ('70)
7-0 Ingvi Þór Albertsson ('75)
8-0 Ingvi Þór Albertsson ('88)

Álftanes 4 - 2 Ýmir
1-0 Andri Janusson ('20)
1-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('30)
2-1 Jón Helgi Pálmason ('59)
2-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('64)
3-2 Bragi Þór Kristinsson ('87)
4-2 Finn Axel Hansen ('90)

Reynir H. 1 - 1 Björninn
0-1 Ronnarong Wongmahadthai ('13)
1-1 Kristinn Magnús Pétursson ('27)
Athugasemdir
banner
banner