Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 22. júlí 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic hafnar öðru tilboði frá Atalanta
Skoska stórveldið Celtic er búið að hafna öðru tilboði frá Evrópudeildarmeisturum Atalanta fyrir danska miðjumanninn Matt O'Riley.

O'Riley átti frábært tímabil með Celtic í fyrra og er eftirsóttur af ýmsum stórliðum en Atalanta leiðir kapphlaupið. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu með Celtic var O'Riley ekki valinn í landsliðshóp Dana fyrir Evrópumótið í Þýskalandi.

Atalanta bauð um 15 milljónir punda fyrir O'Riley auk árangurstengdra aukagreiðslna, en tilboðið var ekki nægilega gott fyrir Celtic sem er byrjað að spila æfingaleiki á undirbúningstímabilinu. Celtic lagði DC United að velli 4-0 í Washington um helgina og bar O'Riley fyrirliðabandið.

Sky Sports segir að Celtic sé ekki reiðubúið til að selja O'Riley á minna heldur en 25 milljónir punda, sem yrði nýtt félagsmet. Dýrasti leikmaður sem hefur nokkurn tímann verið seldur frá Celtic er portúgalski kantmaðurinn Jota sem leikur fyrir Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Juventus, Roma og Atlético Madrid hafa verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm um að festa kaup á O'Riley.
Athugasemdir
banner