Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 22. ágúst 2019 12:52
Magnús Már Einarsson
Sá dýrasti manna hressastur í stúkunni
Oli McBurnie varð á dögunum dýrasti leikmaður í sögu Sheffield United þegar félagið keypti hann frá Swansea á 20 milljónir punda.

McBurnie er skoskur landsliðsmaður en hann skoraði 22 mörk í Championship deildinni með Swansea á síðasta tímabili.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur ennþá taugar til Swansea eins og sást þegar liðið vann útisigur gegn QPR í gær.

McBurnie mætti þá í stúkuna með stuðningsmönnum Swansea og var manna hressastur syngjandi söngva. Oli var með hatt á höfðinu og lét mikið fyrir sér fara.

Hér að neðan má sjá Oli í stuði.


Athugasemdir
banner
banner