Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
„PSG vildi ekki selja Neymar"
Mynd: Getty Images
Oscar Grau, framkvæmdastjóri Barcelona, segir félagið hafa gert allt í sínu valdi til að kaupa Neymar í ágúst en Paris Saint-Germain hafi ekki viljað selja.

„Félagið gerði allt í sínu valdi til að fá Neymar. Við reiddum fram tvö frábær tilboð en tilfinningin var alltaf eins og PSG hafi ekki viljað selja," sagði Grau í samtali við Mundo Deportivo.

Neymar var leikmaður Barcelona en skipti yfir til PSG fyrir 222 milljónir evra sumarið 2017.

PSG er talið vilja fá þá upphæð til baka fyrir framherjann knáa.

Stjórnendur PSG sögðu fyrr í september að samningar hafi ekki náðst því Barcelona hafi verið of lengi að opna samningsviðræður. Fyrsta tilboðið hafi borist aðeins nokkrum dögum fyrir lok sumargluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner