Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   sun 22. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Frankfurt mætir Dortmund
Borussia Mönchengladbach tekur á móti Fortuna Düsseldorf í fyrri leik dagsins í þýsku efstu deildinni.

Gladbach tapaði óvænt á heimavelli fyrir austurríska liðinu Wolfsberger síðastliðinn fimmtudag, 0-4. Leikmenn liðsins munu því vera hungraðir í að bæta upp fyrir slæman leik.

Gladbach er með sjö stig eftir fjórar umferðir á meðan Düsseldorf er með fjögur stig.

Seinni leikur dagsins er stórleikur. Þar á Eintracht Frankfurt, sem tapaði 0-3 gegn Arsenal á fimmtudaginn, heimaleik gegn Borussia Dortmund.

Dortmund gerði vel í miðri viku og var óheppið að sigra ekki gegn Barcelona í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna.

Frankfurt er með sex stig og Dortmund níu. Sigur fleytir Dortmund uppfyrir Bayern og í annað sætið.

Leikir dagsins:
13:30 Gladbach - Düsseldorf
16:00 Frankfurt - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 11 10 1 0 41 8 +33 31
2 RB Leipzig 11 8 1 2 22 13 +9 25
3 Leverkusen 11 7 2 2 27 15 +12 23
4 Dortmund 11 6 4 1 19 10 +9 22
5 Stuttgart 11 7 1 3 20 15 +5 22
6 Eintracht Frankfurt 11 6 2 3 27 22 +5 20
7 Hoffenheim 11 6 2 3 22 17 +5 20
8 Union Berlin 11 4 3 4 14 17 -3 15
9 Werder 11 4 3 4 15 20 -5 15
10 Köln 11 4 2 5 20 19 +1 14
11 Freiburg 11 3 4 4 15 20 -5 13
12 Gladbach 11 3 3 5 16 19 -3 12
13 Augsburg 11 3 1 7 15 24 -9 10
14 Hamburger 11 2 3 6 9 17 -8 9
15 Wolfsburg 11 2 2 7 13 21 -8 8
16 St. Pauli 11 2 1 8 9 21 -12 7
17 Mainz 11 1 3 7 11 19 -8 6
18 Heidenheim 11 1 2 8 8 26 -18 5
Athugasemdir
banner
banner