fim 22. september 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Grealish til í að kíkja út á lífið með Souness ef Pogba fær að koma með
gæti verið byrjunin á einhverjum furðulegum brandara"> <i>,,Grealish, Pogba og Souness löbbuðu inn á bar.. gæti verið byrjunin á einhverjum furðulegum brandara" src="/images/news/552000/552562/700w.jpg" width=438 oncontextmenu="return false" />
,,Grealish, Pogba og Souness löbbuðu inn á bar.." gæti verið byrjunin á einhverjum furðulegum brandara
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish hefur tekið boði Graeme Souness um að kíkja út á lífið við tækifæri en þó aðeins ef hann fær að taka Paul Pogba með í það ævintýri.

Souness gagnrýndi Grealish á dögunum og sagði að leikmaðurinn væri ekkert búinn að bæta leik sinn frá því hann kom til Manchester City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda á síðasta ári.

Grealish var ósáttur við þessa gagnrýni og sagði að Souness væri eitthvað á móti honum en Souness neitað því í útvarpsviðtali við talkSPORT. Hann væri í raun til í að kíkja út á lífið með Grealish við gott tækifæri.

„Ég er viss um að ef ég myndi hitta Jack þá kæmi okkur vel saman. Ég held að hann sé skemmtilegur töffari. Ég væri til í að fara út á lífið með honum! En ég tel að leikmenn í dag taki gagnrýni ekki mjög vel. Jack á að hlusta á þá sem hann vill hlusta á," sagði Souness meðal annars en Grealish hefur tekið því boði.

Hann vill þó fá að taka einn með sér og varð franski miðjumaðurinn Paul Pogba fyrir valinu og alveg góð og gild ástæða fyrir því. Souness var sá sem gagnrýndi Pogba hvað mest er hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni.

„Gerum þetta! Svo lengi sem ég fæ að taka Pogba með mér," sagði Grealish á Twitter.

Sjá einnig:
Souness segist ekkert hafa á móti Grealish - „Hefði gaman af því að fara út á lífið með honum"


Athugasemdir
banner
banner
banner