
Föstudagur og spennandi fótboltahelgi framundan. Eze, Sancho, Son, James, Chalobah, Xavi, Thuram, Thiago, Nagelsmann og fleiri í slúðurpakkanum. Góða helgi!
Manchester United er tilbúið að selja vængmanninn Jadon Sancho (23) á afsláttarverði í janúar. United keypti hann á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund. (Star)
Tottenham ætlar að virkja ákvæði í samningi Son Heung-min (31) sem framlengir samning Suður-Kóreumannsins um eitt ár, til 2026. (Telegraph)
Crystal Palace ætlar að hefja viðræður við Eberechi Eze (25) um nýjan samning. Núgildandi samningur vængmannsins er til 2025. (Athletic)
Bayern München mun veita Real Madrid samkeppni um bakvörðinn Reece James (23), fyrirliða Chelsea, á næsta ári. (Fichajes)
Varnarmaðurinn Trevoh Chalobah (24) mun að öllum líkindum yfirgefa Chelsea í janúar. Enski varnarmaðurinn vill fara til Bayern München eftir að hafa hafnað Nottingham Forest. (Fabrizio Romano)
Xavi, stjóri Barcelona, hefur samþykkt eins árs framlengingu á samningi sínum til 2025. Þá er ákvæði um framlengingu um tólf mánuði til viðbótar. (ESPN)
Juventus hefur blandað sér í baráttu við Liverpool, Paris St-Germain, Bayern München og Tottenham um franska miðjumanninn Khephren Thuram (22) frá Nice. (90min)
Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa áhuga á norska vængmanninum Antonio Nusa (18) hjá Club Brugge. Hann er metinn á um 30 milljónir punda. (Express)
Leikmenn Manchester United eru enn reiðir yfir framkomu félagsins í garð markvarðarins David de Gea (32) sem var látinn fara í sumar. (Sun)
Julian Nagelsmann (36) fyrrum stjóri Bayern München er að ná samkomulagi um að taka við þýska landsliðinu. (Fabrizio Romano)
Liverpool er tilbúið að hafa samband við umboðsmenn spænska miðjumannsins Thiago Alcantara (32) og kamerúnska varnarmannsins Joel Matip (32) en samningar beggja leikmanna renna út næsta sumar. (Caught Offside)
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (30) hætti hjá umboðsskrifstofunni Roc Nation fljótlega eftir að hann fór til Roma á láni frá Chelsea í sumar. (Telegraph)
Wolves, Everton, Nottingham Forest og fleiri úrvalsdeildarfélög eru tilbúin að reyna við Michail Antonio (33) ef jamaíski sóknarmaðurinn gerir ekki nýjan samning við West Ham. (Football Insider)
Marco Silva stjóri Fulham viðurkennir að hann hafi ekki stjórn á því hvert framtíð portúgalska miðjumannsins Joao Palhinha (28) liggur. Fréttir herma að Bayern München geri aðra tilraun til að fá hann í janúar. (Standard)
Leiðir Tottenham og yfirnjósnararns Leonardo Gabbanini hafa skilið en félagið er að fara að ráða nýjan yfirmann íþróttamála. (Guardian)
Það er í forgangi hjá Barcelona að gera nýjan samning við hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (26), þrátt fyrir að núgildandi samningur renni ekki út fyrr en 2026. (Sport)
Joan Laporta forseti Barcelona segir að fjárhagsmál félagsins verði komin í lag fyrr en áætlað var. (90min)
Athugasemdir