Það fór mikið af leikjum fram í fyrstu umferð Þjóðadeildar kvenna í kvöld þar sem England lagði Skotland að velli 2-1 í nágrannaslag.
Lucy Bronze og Lauren Hemp skoruðu mörk Englendinga og gerði Kirsty Hanson mark Skota í jöfnum leik sem lauk þó með sigri heimakvenna.
Frakkland lagði Portúgal að velli á meðan Ítalía vann útileik gegn Sviss. Þá sigruðu heimsmeistarar Spánar á útivelli gegn Svíþjóð og sýndu þær spænsku mikla yfirburði en unnu leikinn þó afar naumlega. Spánn fékk vítaspyrnu seint í uppbótartíma og skoraði Mariona Caldentey sigurmarkið af vítapunktinum.
Spænsku leikmennirnir ætluðu ekki að spila leikinn en knattspyrnusambandinu þar í landi tókst að sannfæra leikmenn um að mæta á völlinn tveimur dögum fyrir leik. Það tókst eftir miklar deilur undanfarna mánuði bæði vegna óviðeigandi hegðunar forseta knattspyrnusambandsins og ósættis með landsliðsþjálfarann Jorge Vilda sem var rekinn úr starfi á dögunum.
Belgía vann þá nágrannaslag gegn Hollandi á meðan Noregur gerði jafntefli við Austurríki.
Það fóru einnig fram leikir í B- og C-deildunum þar sem Serbía lagði Úkraínu, Finnland hafði betur gegn Slóvakíu og Færeyjar töpuðu fyrir Svartfjallalandi.
A-DEILD
England 2 - 1 Skotland
1-0 Lucy Bronze ('39)
2-0 Lauren Hemp ('45)
2-1 Kirsty Hanson ('45)
Svíþjóð 2 - 3 Spánn
1-0 Magdalena Eriksson ('23)
1-1 Athenea del Castillo ('38)
1-2 Eva Maria Navarro ('78)
2-2 Lina Hurtig ('83)
2-3 Mariona Caldentey ('96, víti)
Rautt spjald: Amanda Ilestedt, Svíþjóð ('95)
Sviss 0 - 1 Ítalía
Frakkland 2 - 0 Portúgal
Belgía 2 - 1 Holland
Noregur 1 - 1 Austurríki
B-DEILD
Úkraína 1 - 2 Serbía
Slóvenía 0 - 2 Tékkland
Albanía 1 - 1 Ungverjaland
Finnland 4 - 0 Slóvakía
Grikkland 1 - 3 Pólland
Króatía 2 - 1 Rúmenía
Belarús 1 - 2 Bosnía
C-DEILD
Færeyjar 0 - 1 Svartfjallaland
Aserbaídsjan 1 - 1 Kýpur
N-Makedónía 0 - 1 Búlgaría
Lettland 0 - 1 Malta
Georgía 0 - 3 Tyrkland
Litháen 0 - 2 Lúxemborg
Eistland 0 - 0 Kasakstan
Moldóva 1 - 2 Andorra