Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Brosir hringinn yfir verðmiðanum sem Everton fékk Calert-Lewin á
Calvert-Lewin fagnar marki.
Calvert-Lewin fagnar marki.
Mynd: Getty Images
David Unsworth á æfingasvæðinu.
David Unsworth á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
David Unsworth, þjálfari U23 ára liðs Everton, brosti hringinn í viðtali við Sky Sports í vikunni þegar Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton var til umræðu.

Unsworth hjálpaði Everton að kaupa Calvert-Lewin frá Sheffield United árið 2016 en leikmaðurinn var þá 18 ára gamall.

Calvert-Lewin fór í 23 ára lið Everton en hann hefur tekið stórstígum framförum undanfarin ár og er í dag markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Heung-Min Son með sjö mörk eftir fimm umferðir.

Orðrómur hefur verið um að Everton hafi borgað 1,5 milljón punda fyrir Calvert-Lewin árið 2016 en Unsworth segir að upphæðin sé talsvert lægri.

„Ég get fullvisað ykkur um að þetta er hvergi nálægt þeirri upphæð sem fólk talaði um að þessum tíma. Ég ætla ekki að segja nákvæma upphæð en þetta var mun minna en þú sagðir," sagði Unsworth í viðtalinu.

„Ég brosi ennþá þegar ég hugsa um það hvernig við náðum að krækja í hann."

„Þetta snerist um tímasetningu og Sheffield United var á þessum tíma í fyrstu deildinni (C-deild) og var að fá nýjan stjóra. Dominic var ekki að fara að spila stórt hlutverk í að koma þeim upp úr fyrstu deildinni. Chris (Wilder) ákvað að treysta á reynsluna og það átti eftir að reynast vel."

„Við náðum að koma með Dom inn í U23 ára lið okkar og ég þekkti hann eftir að hafa starfað með honum hjá Sheffield United þegar hann var 16 ára."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner