Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ighalo biður leiðtoga heimsins að hjálpa Nígeríu
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Odion Ighalo, sóknarmaður Manchester United, birti myndband á samfélagsmiðlum eftir sigur Man Utd á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Í myndbandinu gagnrýndi hann stjórnvöld í heimalandi sínu, Nígeríu.

Margir mótmælendur voru skotnir til bana í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær að því er kemur fram á vef BBC. Fólkið var að mótmæla lögregluofbeldi áður en skothríð hófst. Vísir fjallar um málið og þar segir að allt að tólf mótmælendur hafi látist í borginni, en ríkisstjórnin hafnar því.

„Ég tala ekki mikið um pólitík, en ég get þagað lengur yfir því sem er að gerast í Nígeríu," sagði Ighalo í myndbandinu sem hann tók upp á heimavelli PSG.

„Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa eigin borgara, þau sendu herinn til að drepa óvopnaða mótmælendur sem voru að berjast fyrir sínum réttindum."

„Ég skammast mín fyrir þessi stjórnvöld, við erum þreytt á ykkur og við getum þetta ekki lengur. Ég kalla eftir því að breska ríkisstjórnin og allir leiðtogar heimsins skoði hvað í er gangi í Nígeríu og hjálpi íbúum landsins. Stjórnvöld eru að drepa sitt eigið fólk," sagði Ighalo í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner