Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Pochettino eða Raul næsti þjálfari Real Madrid?
Raul fagnar marki.
Raul fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Real Madrid gæti rekið Zinedine Zidane úr starfi sem þjálfari á næstu dögum samkvæmt frétt í íþróttablaðinu AS í dag.

Real Madrid tapaði óvænt 3-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk í gær eftir að hafa tapað á heimavelli gegn Cadiz um síðustu helgi.

Hinn 43 ára gamli Raul er í dag þjálfari varaliðs Real Madrid í spænsku C-deildinni. Hann vann á sínum tíma 16 titla á 16 árum sem leikmaður með félaginu og skoraði 323 mörk.

Raul ku vera efstur á óskalista Florentino Perez, forseta Real Madrid en Pochettino kemur einnig til greina. Pochettino hefur verið án starfs í tæpt ár en hann var rekinn frá Tottenham í fyrra.

Sjá einnig:
„Versnar með hverjum deginum" - Real Madrid fær á baukinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner