Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. nóvember 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Velkominn aftur Jose
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Velkominn aftur Jose," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hlæjandi á fréttamannafundi í dag aðspurður út í endurkomu Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildina.

Mourinho tók við Tottenham af Mauricio Pochettino í vikunni en hann stýrir Spurs í sínum fyrsta leik gegn West Ham á morgun.

„Það er gott að fá hann aftur. Hann vildi ólmur snúa aftur, þú sást það á tímanum sem hann var í fríi," sagði Klopp.

„Á hinn bóginn sýnir þetta hvað hlutirnir breyttust fljótt hjá Mauricio. Fyrir fimm mánuðum síðan vorum við að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en núna er hann í sumarfríi. Hann getur notið þess núna."

„Hann stóð sig frábærlega hjá Tottenham og var framúrskarandi þjálfari. Ég naut þess að spila leikina gegn honum. Þegar ég heyrði fyrst af þessu gat ég ekki trúað þessu. Svona er þetta. Það verður ekki löng bið í að hann snúi aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner